Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fer fram á heilbrigða skynsemi í Skrípal-málinu. Vísir/EPA Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent