Skrípal sagður á batavegi Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 14:41 Sergei Skrípal þegar réttar var yfir honum vegna njósna árið 2006. Vísir/AFP Læknar Sergei Skrípal, rússneska fyrrverandi njósnarans sem eitrað var fyrir í mars, segja að hann sé á batavegi og sýni nú góð viðbrögð við meðferð. Honum hafði áður vart verið hugað líf. Dóttir hans sem varð einnig fyrir eitrinu er einnig öll að koma til.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Christine Blanshard, lækni við sjúkrahúsið í Salisbury, að Skrípal sé ekki lengur í lífshættu. Ástand hans hafi batnað hratt. Rússneska sendiráðið í Bretlandi fagnaði tíðindum í tísti. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni með taugaeitrinu Novichok. Rússar hafa hafnað þeim ásökunum. Skrípal-feðginin hafa legið þungt haldin á sjúkrahúsi frá því að þau fundust meðvitundarlaus á bekk í miðbæ Salisbury 4. mars. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Í gær var greint frá því að Júlía Skrípal, 33 ára gömul dóttir Sergei, væri komin til meðvitundar og gæti tjáð sig. Blanshard sagði í dag að Júlía hefði óskað eftir því að fjölmiðla létu hana í friði á meðan hún væri að ná sér. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Ríkin hafa skipst á að reka erindreka hvers annars úr landi vegna árásarinnar. Svo hættulegt er taugaeitrið sem notað var í árásinni að bresk yfirvöld gera ráð fyrir því að það muni taka fram á sumarið 2019 að ljúka hreinsunarstarfi í Salisbury. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Læknar Sergei Skrípal, rússneska fyrrverandi njósnarans sem eitrað var fyrir í mars, segja að hann sé á batavegi og sýni nú góð viðbrögð við meðferð. Honum hafði áður vart verið hugað líf. Dóttir hans sem varð einnig fyrir eitrinu er einnig öll að koma til.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Christine Blanshard, lækni við sjúkrahúsið í Salisbury, að Skrípal sé ekki lengur í lífshættu. Ástand hans hafi batnað hratt. Rússneska sendiráðið í Bretlandi fagnaði tíðindum í tísti. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni með taugaeitrinu Novichok. Rússar hafa hafnað þeim ásökunum. Skrípal-feðginin hafa legið þungt haldin á sjúkrahúsi frá því að þau fundust meðvitundarlaus á bekk í miðbæ Salisbury 4. mars. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Í gær var greint frá því að Júlía Skrípal, 33 ára gömul dóttir Sergei, væri komin til meðvitundar og gæti tjáð sig. Blanshard sagði í dag að Júlía hefði óskað eftir því að fjölmiðla létu hana í friði á meðan hún væri að ná sér. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Ríkin hafa skipst á að reka erindreka hvers annars úr landi vegna árásarinnar. Svo hættulegt er taugaeitrið sem notað var í árásinni að bresk yfirvöld gera ráð fyrir því að það muni taka fram á sumarið 2019 að ljúka hreinsunarstarfi í Salisbury.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21