Hann, líkt og aðrir rússneskir embættismenn, er æfur yfir ummælum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, þess efnis að heimsmeistaramót í knattspyrnu karla minnti á Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936.
Ummæli Johnson falla vegna ásakana breskra stjórnvalda í garð Rússa þess efnis að þeir beri ábyrgð á taugaeitursárásinni gegn Sergei og Yuliu Skripal í Salisbury fyrr í mánuðinum. Þau liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi.

Þá mætti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, til Brussel í dag til að hvetja Evrópska kollega sína til að reka Rússneska njósnara úr ríkjum Evrópusambandsins en Bretar hafa þegar rekið 23 rússneska njósnara úr landi.
„Það sem við erum að horfa upp á er hluti af mynstri rússneskrar íhlutunar gegn Evrópu,“ sagði May við blaðamenn í Brussel.