Náttúrupassi ekki tekinn upp og skattgreiðendur borga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 20:00 Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira