Náttúrupassi ekki tekinn upp og skattgreiðendur borga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 20:00 Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira