Náttúrupassi ekki tekinn upp og skattgreiðendur borga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 20:00 Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira