Erdogan vill enn í ESB Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 16:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða. Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ríkisstjórn sína enn stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir miklar deilur við Evrópuríki að undanförnu. Erdogan mun funda með leiðtogum ESB í Búlgaríu á næstu dögum og verða þar rædd mörg erfið mál. Meðal þess sem rætt verður á fundinum eru hreinsanir Erdogan í Tyrklandi eftir misheppnað valdarán um sumarið 2016. Tugum þúsunda embættismanna, dómara, kennara og öðrum hefur verið sagt upp störfum og þúsundir hafa verið handteknir. Þá hefur ríkisstjórn Erdogan farið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum og handtekið fjölda manna sem gagnrýnt hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis verður rætt um þá kröfu Tyrkja að öðlast aðgang að Evrópu án vegabréfsáritana og deilur Tyrkja og Grikkja þar sem tyrknesk herskip hafa komið í veg fyrir leit að olíu við Kýpur. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segist búast við mjög erfiðum fundi. Áður en Erdogan lagði af stað til Búlgaríu í dag ræddi hann við fjölmiðla og sagði að Tyrkland myndi ekki sætta sig við hræsni og tvískynnung. Erdogan sakaði forsvarsmenn ESB um að leggja steina í götu Tyrklands. Deilur Tyrkja og ESB hafa fært Tyrkland nær Rússlandi. Tyrkir hafa gert samkomulag um að kaupa vopn af Rússum og Rússar ætla að byggja fyrsta kjarnorkuver Tyrklands. Þá mun Vladimir Putin, forseti Rússlands, heimsækja Tyrkland í næstu viku og vera þar í tvo daga. ESB mun í næsta mánuði birta ástandsskýrslu varðandi aðildarumsókn Tyrkja og býst sérfræðingur sem AFP fréttaveitan ræddi við að líkur á inngöngu Tyrkja í sambandið hafi í raun minnkað. Þeir standist færri skilyrði en áður vegna andlýðræðislegra aðgerða Erdogan. Á móti saka Tyrkir ESB um að aðstoða þá ekki í því sem þeir kalla baráttu gegn hryðjuverkum, sem snýr að mestu að Kúrdum og klerksins Fethullah Gülen sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Erdogan hefur ítrekað sakað hann um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða.
Búlgaría Evrópusambandið Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira