Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2018 09:00 Trump og Kim hafa undanfarið kallað hvor annan eldflaugamanninn og elliæran geðsjúkling Vísir/AFP Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Stefna ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum um að einangra Norður-Kóreu virkar. Þetta sagði Mike Pence varaforseti í gær og sagði væntanlegan fund Trumps með Kim Jong-un einræðisherra, líkt og tilkynnt var um í fyrrinótt, sanna að stefnan virkaði. Bandaríkjastjórn hefði ekki gefið tommu eftir og hefði jafnt og þétt aukið þrýstinginn á Kim-stjórnina. En tilkynningin um leiðtogafundinn kom á óvart. „Satt best að segja erum við undrandi. Málflutningur Kim í viðræðunum við sendinefnd Suður-Kóreu kom okkur einnig á óvart,“ sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra en á téðum fundi Kim og erindreka nágrannaríkisins sagðist einræðisherrann meðal annars tilbúinn til að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Fleiri en Bandaríkjastjórn eru undrandi á snörpum skoðanaskiptum Kim, einræðisherrans sem hótaði því fyrir ekki svo löngu að varpa kjarnorkusprengju á bandarísku eyjuna Gvam og skiptist á uppnefnum við Trump. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að fréttirnar af væntanlegum fundi Kim og Trumps væru eins og kraftaverk. Sjálfur ætlar hann að funda með Kim í apríl. „Ef Trump forseti og Kim formaður hittast í kjölfar fundar okkar er hægt að ná miklum árangri,“ sagði Moon. Fréttaskýrandi BBC benti á það í gær að stuðningsmenn Moon Jae-in lofuðu hann fyrir að vera afburða samningamann. Hann hefði komið auga á möguleikann á því að losa um spennuna á Kóreuskaga þegar hann heyrði Kim segjast vera opinn fyrir viðræðum í nýársávarpi sínu. Í sama nýársávarpi minnti Kim reyndar á að hann væri með virkan kjarnorkuhnapp á skrifborði sínu. Svo virðist sem Moon hafi stokkið á tækifærið en frá því nýársávarpið var flutt hafa ríkin opnað aftur á beina neyðarlínu, sent sameinað lið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang, fundað í Pjongjang og skipulagt leiðtogafund á landamærunum. Óljóst er hvað veldur þessum skyndilega vilja Kim til að setjast við borðið og ræða afvopnun. Sumir hafa haldið því fram að áralangar þvingunaraðgerðir séu að bera árangur, aðrir að Kim telji sig geta beygt Trump undir vilja sinn og enn aðrir telja að með þessu vilji Kim styrkja stöðu ríkisins og fá það loks viðurkennt á opinberum vettvangi að Norður-Kórea sé kjarnorkuveldi. Þá má benda á að Norður-Kórea hefur enn ekki skuldbundið sig til neins og ekki sóst eftir neinu enn sem komið er. Yfirvöld þar hafa áður gengið á bak orða sinna og jafnvel þótt Kim samþykki að eyða kjarnorkuvopnum sínum verður erfitt að sanna það nema eftirlitsmönnum sé hleypt inn í landið og þeim gefið svigrúm til að sannreyna það. Prófessor Haksoon Paik, rannsakandi við Sejong-stofnunina í Suður-Kóreu, sagði við BBC í gær að Moon hefði miklar áhyggjur af því að kjarnorkustríð brytist út. Kim deildi þeim áhyggjum enda hefði Bandaríkjastjórn hótað öllu illu. Annar suðurkóreskur prófessor, Lee Sung-yoon, sagði við sama miðil að með því að tala nú um afvopnun væri Kim greinilega að sækjast eftir því að losað yrði um þvinganir og væri að sækjast eftir fyrrnefndri viðurkenningu á því að Norður-Kórea sé svo sannarlega kjarnorkuveldi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira