Innlent

Her­flug­vél snúið við í neyð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Flugvélin var rétt svo lögð af stað þegar hún sneri við.
Flugvélin var rétt svo lögð af stað þegar hún sneri við. Flight Radar

Bresk herflugvél lenti á Keflavíkurflugvelli vegna neyðartilfellis.

Ekki liggur fyrir um hvers konar neyðartilfelli sé að ræða en vélin er rauðmerkt á vefsíðu Flight Radar sem þýðir almennt neyðartilfelli. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er ekki um stórtækt vandamál að ræða.

Flugvélin var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Halifax í Kanada en sneri við og var því alls fjörutíu mínútur á flugi. Henni var lent á flugvellinum rétt eftir klukkan tvö.

Isavia vísað til Landhelgisgæslunnar en þegar fréttastofa leitaði þangað kom varðstjóri af fjöllum.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×