Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa í upphafi vikunnar um að hafa komið að árásinni. VÍSIR/AFP Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. Þetta kom fram í tísti frá rússneska sendiráðinu í Bretlandi í gær. Bretar höfðu gefið Rússum frest til dagsloka í gær til að gefa trúverðugar skýringar á því að eitrið fannst í breska bænum Salisbury fyrir tíu dögum. Atvikið beindist að rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, Sergei Skripal, og dóttur hans. Engar útskýringar frá Rússum lágu fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. Breska þingið ræðir málið í dag. „Án [könnunar Rússa á efninu] er ekkert vit í staðhæfingum frá London. Atvikið virðist vera enn önnur óheiðarleg tilraun af hálfu breskra yfirvalda til að varpa rýrð á Rússland,“ segir í öðru tísti sendiráðsins. Í gær sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, að fjórtán dauðsföll á breskri grund verði rannsökuð á nýjan leik vegna mögulegra tengsla við Rússland. Ákvörðunin var tekin eftir að fréttastofa BuzzFeed gerði opinbera tveggja ára rannsóknarvinnu sem tengdi yfirvöld í Rússlandi við dauðsföllin. Í fyrrakvöld fannst Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu. Hann var vinur Boris Berezovsky, stjórnarandstæðings og auðjöfurs. Andlát Berezovsky er eitt af málunum fjórtán sem verða rannsökuð á nýjan leik. Ekki liggur fyrir hvort mál Glushkov og Skripal tengjast.3/7 Moscow will not respond to London's ultimatum until it receives samples of the chemical substance to which the UK investigators are referring. pic.twitter.com/B5CNtimcc3— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 13, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. Þetta kom fram í tísti frá rússneska sendiráðinu í Bretlandi í gær. Bretar höfðu gefið Rússum frest til dagsloka í gær til að gefa trúverðugar skýringar á því að eitrið fannst í breska bænum Salisbury fyrir tíu dögum. Atvikið beindist að rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, Sergei Skripal, og dóttur hans. Engar útskýringar frá Rússum lágu fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. Breska þingið ræðir málið í dag. „Án [könnunar Rússa á efninu] er ekkert vit í staðhæfingum frá London. Atvikið virðist vera enn önnur óheiðarleg tilraun af hálfu breskra yfirvalda til að varpa rýrð á Rússland,“ segir í öðru tísti sendiráðsins. Í gær sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, að fjórtán dauðsföll á breskri grund verði rannsökuð á nýjan leik vegna mögulegra tengsla við Rússland. Ákvörðunin var tekin eftir að fréttastofa BuzzFeed gerði opinbera tveggja ára rannsóknarvinnu sem tengdi yfirvöld í Rússlandi við dauðsföllin. Í fyrrakvöld fannst Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu. Hann var vinur Boris Berezovsky, stjórnarandstæðings og auðjöfurs. Andlát Berezovsky er eitt af málunum fjórtán sem verða rannsökuð á nýjan leik. Ekki liggur fyrir hvort mál Glushkov og Skripal tengjast.3/7 Moscow will not respond to London's ultimatum until it receives samples of the chemical substance to which the UK investigators are referring. pic.twitter.com/B5CNtimcc3— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 13, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38