Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2018 11:06 Sigurbergur var í agabanni í gær. vísir/valli Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30
Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30
Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03