Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2018 11:06 Sigurbergur var í agabanni í gær. vísir/valli Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30
Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30
Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni