Valur spilar úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Víkinni vegna árshátíðar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2018 15:00 Valur hefur verið í efstu sætunum í Olís deild kvenna lungan úr tímabilinu og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með stigi gegn Haukum. Vísir/Vilhelm Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00