Breytt staða á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Kim einræðisherra tók vel á móti sendinefndinni. Vísir/AFp Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira