Smálán eru vaxandi vandamál Ásta S. Helgadóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar