Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 19:29 Sérfræðingar hafa reist tjald í kringum bekkinn þar sem feðginin fundust meðvitundarlaus. Vísir/AFP Lögreglan í Bretlandi segir að 21 aðili hafi orðið fyrir áhrifum taugaeiturs sem notað var til að reyna að myrða rússneskan njósnara þar í landi um helgina. Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. Feðginin eru enn í alvarlegu ástandi en Bailey er sagður vera á batavegi.Vísir/GraphicNewsRannsakendur eru sagðir vinna hörðum höndum að því að finna út hvaðan taugaeitrið sem notað var kemur og hvort meira af því sé í Bretlandi. Sérfræðingar segja líklegast að efni sem þessi séu framleidd af ríkjum og hafa spjótin beinst að Rússlandi.Sjá einnig: Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitriSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Skripal og dóttir hans fundust meðvitundarlaus á bekk á sunnudagskvöldið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins. Athygli vakti í dag þegar rússneskur fréttaþulur sagði áhorfendum sínum að „svikarar deyi ungir“.A Russian news reader warns his viewers: 'Traitors die young' #skynews pic.twitter.com/ceLmDP29Q1— Bethany Minelle (@Bethanyminelle) March 8, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. 6. mars 2018 17:40 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi segir að 21 aðili hafi orðið fyrir áhrifum taugaeiturs sem notað var til að reyna að myrða rússneskan njósnara þar í landi um helgina. Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. Feðginin eru enn í alvarlegu ástandi en Bailey er sagður vera á batavegi.Vísir/GraphicNewsRannsakendur eru sagðir vinna hörðum höndum að því að finna út hvaðan taugaeitrið sem notað var kemur og hvort meira af því sé í Bretlandi. Sérfræðingar segja líklegast að efni sem þessi séu framleidd af ríkjum og hafa spjótin beinst að Rússlandi.Sjá einnig: Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitriSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Skripal og dóttir hans fundust meðvitundarlaus á bekk á sunnudagskvöldið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins. Athygli vakti í dag þegar rússneskur fréttaþulur sagði áhorfendum sínum að „svikarar deyi ungir“.A Russian news reader warns his viewers: 'Traitors die young' #skynews pic.twitter.com/ceLmDP29Q1— Bethany Minelle (@Bethanyminelle) March 8, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. 6. mars 2018 17:40 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56
Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnara Yfirvöld Bretlands segjast tilbúin til að bregðast við af hörku ef í ljós kemur að Rússar hafi verið á bak við undarleg veikindi fyrrverandi rússnesks njósnara sem gekk til liðs við Breta. 6. mars 2018 17:40