Brú yfir Fossvog myndi gerbreyta tengingu Kársness við miðborgina Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson. Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda