Skarð Helenu varð ekki fyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2018 06:30 Helena í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira