Skarð Helenu varð ekki fyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2018 06:30 Helena í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni. Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira
Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Sjá meira