Ábyrgð þorps Magnús Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun