Ábyrgð þorps Magnús Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar