Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 05:47 Scot Peterson sagði upp störfum eftir að hann var sendur í launalaust leyfi. BBC Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson. Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45