Aníta ætlar ekki að keppa í sinni bestu grein á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 09:00 Aníta Hinriksdóttir þekkir það orðið vel að keppa á stórmótum. Hér er hún á ÓL í Ríó 2016. Vísir/Anton Aníta Hinriksdóttir mun ekki keppa í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fer fram í Birmingham í Englandi um komandi helgi. Aníta er eini íslenski keppandinn á mótinu og hafði náð lágmörkum í bæði 800 metra og 1500 metra hlaupi en hún á Íslandsmetin í báðum greinum. „Æfingar hafa gengið vel fyrir 1500 metra hlaupið svo ég hef ákveðið að stefna á það á HM. Það er auk þess spennandi fyrir keppni í 800 og 1500 metra hlaupum utanhúss í sumar að hafa þolgrunn frá vetrinum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst á fimmtudaginn en Aníta keppir í undanrásum 1500 metra hlaupsins klukkan 19.48 á föstudagskvöldið. Komist hún í úrslitin keppir hún kvöldið eftir. Aníta bætti Íslandsmet sitt í 1500 metra hlaupi um tæpar tíu sekúndur á dögunum en hún hafði þá ekki bætt það í fjögur ár. Íslandsmet hennar í dag er 4:09,54 mínútur. 800 metra hlaupið hefur alltaf verið besta grein Anítu Hinriksdóttur og hún hefur náð mjög góðum árangri í greininni á síðustu tveimur stórmótum innanhúss. Aníta fékk brons á EM innanhúss í fyrra og varð í fimmta sæti á síðasta HM innanhúss. Þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem hún keppir í 1500 metra hlaupi á stórmóti en þessi 22 ára hlaupakona er nú á leiðinni á sitt tíundaa stóramót á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir mun ekki keppa í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fer fram í Birmingham í Englandi um komandi helgi. Aníta er eini íslenski keppandinn á mótinu og hafði náð lágmörkum í bæði 800 metra og 1500 metra hlaupi en hún á Íslandsmetin í báðum greinum. „Æfingar hafa gengið vel fyrir 1500 metra hlaupið svo ég hef ákveðið að stefna á það á HM. Það er auk þess spennandi fyrir keppni í 800 og 1500 metra hlaupum utanhúss í sumar að hafa þolgrunn frá vetrinum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst á fimmtudaginn en Aníta keppir í undanrásum 1500 metra hlaupsins klukkan 19.48 á föstudagskvöldið. Komist hún í úrslitin keppir hún kvöldið eftir. Aníta bætti Íslandsmet sitt í 1500 metra hlaupi um tæpar tíu sekúndur á dögunum en hún hafði þá ekki bætt það í fjögur ár. Íslandsmet hennar í dag er 4:09,54 mínútur. 800 metra hlaupið hefur alltaf verið besta grein Anítu Hinriksdóttur og hún hefur náð mjög góðum árangri í greininni á síðustu tveimur stórmótum innanhúss. Aníta fékk brons á EM innanhúss í fyrra og varð í fimmta sæti á síðasta HM innanhúss. Þetta verður aftur á móti í fyrsta sinn sem hún keppir í 1500 metra hlaupi á stórmóti en þessi 22 ára hlaupakona er nú á leiðinni á sitt tíundaa stóramót á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Sjá meira