Minning frá Manchester Þorvaldur Gylfason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar