190 breskar leikkonur krefjast breytinga: „Kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 09:09 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Saoirse Ronan, Naome Harris, Emma Watson, Claire Foy, Kate Winslet, Emilia Clarke, Emma Thompson, Keira Knightley og Thandie Newton. Vísir/EPA/AFP 190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka. MeToo Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka.
MeToo Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira