Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið. Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30