Nóg komið Hörður Ægisson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun