Viðskipti innlent

Sigrún bætist í hóp eigenda hjá Rétti

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Sigrún lauk LL.M. gráðu frá Harvard Law School árið 2016 og hóf í framhaldinu störf hjá Rétti.
Sigrún lauk LL.M. gráðu frá Harvard Law School árið 2016 og hóf í framhaldinu störf hjá Rétti. Réttur - Aðalsteinsson & Partners.
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmannsstofunni.

Sigrún lauk námi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2012 og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2013. Á árunum 2011- 2015 starfaði hún hjá Forum lögmönnum. Hún lauk LL.M. gráðu frá Harvard Law School árið 2016 og hóf í framhaldinu störf hjá Rétti. Helstu starfs­svið Sigrúnar eru alþjóðlegur fyrirtækjaréttur, Evrópuréttur, skaðabótaréttur, persónuvernd og fjölmiðlaréttur.

Samhliða lögmannsstörfum er Sigrún formaður flóttamannanefndar og stundakennari í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Á síðasta kjörtímabili var hún varaþingmaður Viðreisnar.

Sigrún er þriðji lögmaðurinn í eigendahópi Réttar með LL.M gráðu frá Harvard háskóla, en Friðrik Ársælsson lauk námi þaðan árið 2014 og Kári Hólmar Ragnarsson árið 2015, en hann stundar nú doktorsnám við sama skóla. Auk Friðriks og Kára voru fyrir í eigendahópnum þau Ragnar Aðalsteinsson, Sigríður Rut Júlíusdóttir og Sigurður Örn Hilmarsson, lögmenn með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Starfsmenn Réttar eru nú þrettán talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×