Þetta segir í tilkynningu á vef persónuverndarstofnunarinnar en úrskurður hennar var kveðinn upp þann 24. október síðastliðinn.
Þar segir að sektin hafi komið til í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á meðferð Linkedin á persónuupplýsingum notenda, sérstaklega með tilliti til gagnavinnslu tengdri markaðssetningu, þar á meðal við gerð einstaklingsmiðaðra auglýsinga, og gagnaskipti fyrirtækisins við þriðju aðila.
Rannsóknin hafi leitt í ljós að söfnun og notkun Linkedin á gögnum notenda hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarreglugerðina sem eigi að tryggja vernd persónuupplýsinga íbúa á evrópska efnahagssvæðinu.