Vinstri svik Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. janúar 2018 07:00 Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun