51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Lögreglu barst 51 tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum í fyrra. Heldur færri en undanfarin ár. Myndin er sviðsett. vísir/vilhelm Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira