Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:00 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00