Brigitte Bardot sagði þolendur hræsnara Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 19:45 Franska leikkonan Brigitte Bardot hefur lengi verið umdeild í heimalandi sínu. Vísir/AFP Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima. MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima.
MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48
Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49