Íslenska viðskiptaárið 2017: Costco, H&M, daður í háloftunum, aspartamdrykkir og „Bara I'm sorry“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 20:30 Það kenndi ýmissa grasa í íslensku viðskiptalífi árið 2017. vísir Nú er árið senn á enda og er því við hæfi að rifja upp viðburðaríkt ár í viðskiptalífinu á Íslandi en þar kenndi svo sannarlega ýmissa grasa. Það ætti til dæmis ekki að hafa farið framhjá neinum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði fyrr á árinu í Kauptúni í Garðabæ. Sænska fatakeðjan H&M opnaði sömuleiðis dyr sínar í Smáralind og seinna í Kringlunni. Gleyminn fjárfestir, breytingar á gosdrykkjamarkaði, fréttir af flugi, „me, me, me kynslóðin“ og brotthvarf verslana og veitinga- og skemmtistaða voru einnig í brennidepli viðskiptafréttanna á árinu.Öll vötn féllu í Kauptún 3 Segja má að koma Costco til Íslands hafi gjörsamlega sett þjóðfélagið á hliðina. Verslunin opnaði dyr sínar í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí fyrr á þessu ári. Fréttir af Costco voru víðlesnar, en þess má geta að sjö af tíu mest lesnu viðskiptafréttum ársins voru um verslunarrisann bandaríska. Hér er yfirlit yfir þær helstu. Mest lesna Costco fréttin fjallaði um helstu atriði sem hafa þurfti í huga áður en verslunin hóf rekstur hér á landi og er hún byggð á upplýsingum sem fram komu í auglýsingabæklingum sem dreift var í hús. Þar segir að í Costco verði engir mátunarklefar, að öryggisvörður skoði kvittanir viðskiptavina og að handhafar meðlimakorts verslunarinnar megi taka allt að tvo gesti með sér. Reglurnar þarf vart að kynna enda hefur flæði fólks í verslunina verið stöðugt frá opnun.Sjá einnig:Engir mátunarklefar, öryggisvörður skoðar kvittun og tveir gestir velkomnir hjá CostcoFjöldi fólks lagði leið sína í Costco á árinu.vísir/ernirTveimur dögum fyrir opnun höfðu selst um 35 þúsund aðildarkort í verslunina. Peter Kelly, svæðisstjóri Costco, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hann hefði hvergi séð annað eins. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Kelly.Sjá einnig:Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“Tveimur vikum eftir opnun verslunarinnar voru Costco-meðlimir hér á landi orðnir 60 þúsund talsins. Vísir fór á stúfana og kannaði hvaða vörur Íslendingar keyptu í mestum mæli. Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, sagði að meðal vinsælustu vara væru ávextir, grænmeti, kjöt, fiskur, klósettpappír, rakvélablöð, grill, fatnaður, gleraugu, dekk, bensín, díselolía og svo margt fleira.Sjá einnig:Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í KauptúniSumir sögðu að með komu Costcu hefði kaupmaðurinn á horninu öðlast nýtt líf. Það virtist vera raunin fyrir kaupmanninn Einar Ólafsson á Akranesi sem sagði vöruverð hafa stórlækkað með tilkomu verslunarinnar við Kauptún. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt,“ var haft eftir Einar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco H&M opnaði dyr sínar í Smáralind þann 26. ágúst.vísir/andri marinóH&M opnaði með stæl Beðið var eftir opnun sænsku fatakeðjunnar með mikilli eftirvæntingu en Íslendingar höfðu lengi þurft að sætta sig við að nýta ferðir sínar til útlanda til þess að stunda viðskipti við H&M. Voru dyr verslunarinnar opnaðar laugardaginn 26. ágúst, en tveimur dögum fyrr gafst áhrifavöldum úr samfélaginu kostur á að mæta í sérstakt fyrirpartí í versluninni í Smáralind gegn framvísun boðskorts þar sem lofað var góðri kvöldstund og 20 prósent afslætti af flíkum verslunarinnar.Sjá einnig:Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnunFyrr á árinu hafði H&M fengið 120 umsóknir frá fólki sem sóttist eftir að verða markaðsfulltrúi fatakeðjunnar hér á landi. Var síðar greint frá því að forsendur starfsins hefðu breyst og var gert ráð fyrir því að sá sem yrði ráðinn þyrfti að flytjast búferlum til Oslóar í Noregi.Sjá einnig:120 manns sóttu um stöðu markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en starfið færist til OslóForstjóri H&M Group greindi frá því í haust að óvíst væri hvort verslunarkeðjan myndi opna þriðju verslun sína hér á landi á Hafnartorgi þar sem framkvæmdir eiga sér nú stað. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, undraði sig á orðum forsvarsmanns verslunarinnar og sagði að þegar hefði verið skrifað undir leigusamning, en Reginn keypti um 8.600 fermetra leigurými á Hafnartorgi. „Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ sagði Helgi.Sjá einnig:Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&MWOW air var töluvert í fréttum á árinu. Skúli Mogensen er forstjóri flugfélagsins.Vísir/VilhelmFlugmannadaður í háloftum, ókeypis fargjöld og „me, me, me kynslóðin“ Fréttir af stærstu flugfélögum landsins, WOW air og Icelandair, voru víðlesnar á árinu. Þar bar hæst daður flugmanna WOW, ókeypis flug í framtíðinni og „me, me, me kynslóðin“. Fréttin af daðri flugmanna WOW air í flugi frá San Francisco til Keflavíkurflugvallar við tvo ferðamenn var mesta lesna viðskiptafréttin á árinu. Þar ákváðu farþegarnir, hin breska Penelope Louis og hin bandaríska Nicole Villagran, að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Fengu þær svar frá flugmönnum vélarinnar í formi ljósmyndar. „Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar settu stórt spurningarmerki við. Forsvarsmenn WOW sögðu athæfið ekki til eftirbreytni en að öryggi farþega hefði ekki verið ógnað.Sjá einnig:Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunumSkúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Business Insider að hann sæi fyrir sér að í framtíðinni myndu flugfargjöld ekki vera helsta tekjulind flugfélaga. Raunar yrði það hugsanlega svo að hægt væri að fljúga ókeypis eða ódýrt. Myndu félögin afla tekna með sölu á annarri þjónustu, til dæmis með hótelgistingu eða bílaleigu. Flugfargjöldin yrðu því nokkurs konar aðdráttarvara.Sjá einnig:Skúli Mogensen sér fyrir sér að ókeypis verði í flug í framtíðinniÞað vakti mikla athygli þegar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, talaði um að Icelandair þyrfti að aðlaga sig að breyttu neyslumynstri í ljósi fækkana í bókunum hjá flugfélaginu. „Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð…. me, me, me,“ sagði Björgólfur og átti við aldamótakynslóðina. Í kjölfarið grínaðist WOW með ummælin og tísti á Twitter-síðu sinni að „me, me, me kynslóðin“ væri velkomin um borð hjá þeim.Sjá einnig:WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borðVerðmunurinn á breska og íslenska Pepsi Max var nokkur.vísir/grvUmræðan um aspartam drykkina Undir lok janúar á þessu ári fengu aðdáendur sykurlausa drykksins Coca-Cola Zero þær fregnir að Coca-Cola European Partners, sem áður hét Vífilfell, hefði hætt að framleiða drykkinn. Áfallið var mikið fyrir aspartamþyrsta Íslendinga en þó var kynntur til leiks drykkurinn Coca-Cola Zero Sykur. Samkvæmt Magnúsi Viðari Heimissyni, vörumerkjastjóra Coca-Cola á Íslandi, er smá bragðmunur á drykkjunum en þó ekki mikill.Sjá einnig:Hætta sölu á Coca-Cola Zero Íslenskir neytendur ráku upp stór augu í janúar þegar Bónus hóf sölu á breskri framleiðslu gosdrykkjarins Pepsi Max. Var innflutta flaskan öllu ódýrari en tíðkast hér á landi og sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, að framleiðslan væri töluvert hagkvæmari í Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara.“ Hann fullvissaði þó gallharða aðdáendur íslenska drykkjarins að engin hætta væri á því að Bónus myndi hætta að skipta við Ölgerðina, sem sér um framleiðsluna hér á landi.Sjá einnig:Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á ÍslandiÓlafur Ólafsson gat ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla og var voða sorrí yfir því.vísir/vilhelm„Bara I’m sorry“ Í lok mars var greint frá því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði aldrei í reynd verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Þetta kom fram í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis. Sagði í skýrslunni að skrifleg gögn sýndu fram á það með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis hafi notað leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Birt var tilvitnun í Ólaf í skýrslunni þar sem hann sagðist ekki muna hvort þýski bankinn hefði fjárfest í Eglu ehf. eða Eglu hf. og að ekki væri hægt að ætlast til að hann svaraði fyrirspurnum fjölmiðla fimmtán árum eftir atburðarásina. „[...]þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry,“ var haft eftir Ólafi.Sjá einnig:Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen hættu rekstri Græna herbergisins. Veltu þeir því fyrir sér hvort þeir hefðu verið réttu mennirnir í verkið.Vísir/StefánStaðirnir sem lokuðu á árinu Þrátt fyrir að mikil gleði hafi ríkt yfir opnun nýrra verslana á borð við Costco og H&M þá voru fréttir af lokunum verslana og veitingastaða tíðar og fengu þær mikinn lestur. Græna herbergið, skemmtistaður í rekstri Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, var lokað seint á árinu. Friðrik Ómar sagði í samtali við Vísi að kannski hefðu þremenningarnir ekki verið réttu mennirnir í verkefnið. Taldi hann að ekki væri grundvöllur fyrir rekstri lengur. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Sjá einnig:„Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta“ Greint var frá því í byrjun desember að hönnunarverslunin Kraum væri gjaldþrota. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar, sagði það „nánast ógerlegt“ að reka verslun í miðborginni. Nýir eigendur gáfu það þó út um svipað leyti að fyrirhuguð væri opnun nýrrar Kraum verslunar á Hljómalindarreit, milli Laugavegs og Hverfisgötu.Sjá einnig:Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota: „Nánast ógerlegt“ að reka fyrirtæki í miðborginni Með tilkomu Costco jókst samkeppni á markaði töluvert og varð verslunin Kostur fyrir barðinu á því. Greint var frá því í byrjun desember að verslunin hygðist loka. „Aðstæður breyttust verulega í rekstri Kosts þegar Costco opnaði verslun á Ísland í maí síðastliðnum þar sem í mörgum tilvikum var verið að bjóða sambærilegar vörur frá Kirkland,“ var haft eftir Jóni Gerald Sullenberger, stofnanda og framkvæmdastjóra Kosts. Stuttu síðar var greint frá því að í stað Kosts myndi alþjóðlega skemmtifyrirtækið Rush Iceland reisa risastóran trampólíngarð í húsakynnum Kosts á Dalvegi 10-14.Sjá einnig:Verslunin Kostur lokar Hagar ákváðu fyrr á árinu að loka verslunum fatakeðjunnar Topshop hér á landi. Búðin var rekin bæði í Smáralind og Kringlunni fyrir tilstilli samstarfssamnings Haga við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga, þvertók fyrir það að opnun H&M hér á landi ætti þátt í lokuninni. „Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ var haft eftir Finni.Sjá einnig:Hagar loka Topshop á Íslandi Árslistar Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Viðskiptafréttir ársins 2016: Fleiri ferðamenn, virkari neytendur, stærri vörumerki og sterkari króna Innkoma erlendra smásölurisa, ferðamenn, virkir neytendur, Panamaskjöl og tæknigallar einkenndu meðal annars fréttir úr viðskiptalífinu í ár. 29. desember 2016 10:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Nú er árið senn á enda og er því við hæfi að rifja upp viðburðaríkt ár í viðskiptalífinu á Íslandi en þar kenndi svo sannarlega ýmissa grasa. Það ætti til dæmis ekki að hafa farið framhjá neinum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði fyrr á árinu í Kauptúni í Garðabæ. Sænska fatakeðjan H&M opnaði sömuleiðis dyr sínar í Smáralind og seinna í Kringlunni. Gleyminn fjárfestir, breytingar á gosdrykkjamarkaði, fréttir af flugi, „me, me, me kynslóðin“ og brotthvarf verslana og veitinga- og skemmtistaða voru einnig í brennidepli viðskiptafréttanna á árinu.Öll vötn féllu í Kauptún 3 Segja má að koma Costco til Íslands hafi gjörsamlega sett þjóðfélagið á hliðina. Verslunin opnaði dyr sínar í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí fyrr á þessu ári. Fréttir af Costco voru víðlesnar, en þess má geta að sjö af tíu mest lesnu viðskiptafréttum ársins voru um verslunarrisann bandaríska. Hér er yfirlit yfir þær helstu. Mest lesna Costco fréttin fjallaði um helstu atriði sem hafa þurfti í huga áður en verslunin hóf rekstur hér á landi og er hún byggð á upplýsingum sem fram komu í auglýsingabæklingum sem dreift var í hús. Þar segir að í Costco verði engir mátunarklefar, að öryggisvörður skoði kvittanir viðskiptavina og að handhafar meðlimakorts verslunarinnar megi taka allt að tvo gesti með sér. Reglurnar þarf vart að kynna enda hefur flæði fólks í verslunina verið stöðugt frá opnun.Sjá einnig:Engir mátunarklefar, öryggisvörður skoðar kvittun og tveir gestir velkomnir hjá CostcoFjöldi fólks lagði leið sína í Costco á árinu.vísir/ernirTveimur dögum fyrir opnun höfðu selst um 35 þúsund aðildarkort í verslunina. Peter Kelly, svæðisstjóri Costco, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hann hefði hvergi séð annað eins. „Við höfum opnað í allmörgum löndum og ég hef notið þeirra forréttinda að fá að hjálpa til við opnun á Spáni, Skotlandi, Englandi og Wales, en ég hef aldrei séð neitt viðlíka og þetta,“ sagði Kelly.Sjá einnig:Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“Tveimur vikum eftir opnun verslunarinnar voru Costco-meðlimir hér á landi orðnir 60 þúsund talsins. Vísir fór á stúfana og kannaði hvaða vörur Íslendingar keyptu í mestum mæli. Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, sagði að meðal vinsælustu vara væru ávextir, grænmeti, kjöt, fiskur, klósettpappír, rakvélablöð, grill, fatnaður, gleraugu, dekk, bensín, díselolía og svo margt fleira.Sjá einnig:Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í KauptúniSumir sögðu að með komu Costcu hefði kaupmaðurinn á horninu öðlast nýtt líf. Það virtist vera raunin fyrir kaupmanninn Einar Ólafsson á Akranesi sem sagði vöruverð hafa stórlækkað með tilkomu verslunarinnar við Kauptún. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt,“ var haft eftir Einar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco H&M opnaði dyr sínar í Smáralind þann 26. ágúst.vísir/andri marinóH&M opnaði með stæl Beðið var eftir opnun sænsku fatakeðjunnar með mikilli eftirvæntingu en Íslendingar höfðu lengi þurft að sætta sig við að nýta ferðir sínar til útlanda til þess að stunda viðskipti við H&M. Voru dyr verslunarinnar opnaðar laugardaginn 26. ágúst, en tveimur dögum fyrr gafst áhrifavöldum úr samfélaginu kostur á að mæta í sérstakt fyrirpartí í versluninni í Smáralind gegn framvísun boðskorts þar sem lofað var góðri kvöldstund og 20 prósent afslætti af flíkum verslunarinnar.Sjá einnig:Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnunFyrr á árinu hafði H&M fengið 120 umsóknir frá fólki sem sóttist eftir að verða markaðsfulltrúi fatakeðjunnar hér á landi. Var síðar greint frá því að forsendur starfsins hefðu breyst og var gert ráð fyrir því að sá sem yrði ráðinn þyrfti að flytjast búferlum til Oslóar í Noregi.Sjá einnig:120 manns sóttu um stöðu markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en starfið færist til OslóForstjóri H&M Group greindi frá því í haust að óvíst væri hvort verslunarkeðjan myndi opna þriðju verslun sína hér á landi á Hafnartorgi þar sem framkvæmdir eiga sér nú stað. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, undraði sig á orðum forsvarsmanns verslunarinnar og sagði að þegar hefði verið skrifað undir leigusamning, en Reginn keypti um 8.600 fermetra leigurými á Hafnartorgi. „Það er búið að skrifa undir tvo samninga um þessa leigufermetra sem við kynntum og þeir eru enn í gildi. Það er verið að byggja þessi hús og sérinnrétta fyrir H&M og samskipti oft í viku við hönnunarteymi þeirra og þetta er á fleygiferð,“ sagði Helgi.Sjá einnig:Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&MWOW air var töluvert í fréttum á árinu. Skúli Mogensen er forstjóri flugfélagsins.Vísir/VilhelmFlugmannadaður í háloftum, ókeypis fargjöld og „me, me, me kynslóðin“ Fréttir af stærstu flugfélögum landsins, WOW air og Icelandair, voru víðlesnar á árinu. Þar bar hæst daður flugmanna WOW, ókeypis flug í framtíðinni og „me, me, me kynslóðin“. Fréttin af daðri flugmanna WOW air í flugi frá San Francisco til Keflavíkurflugvallar við tvo ferðamenn var mesta lesna viðskiptafréttin á árinu. Þar ákváðu farþegarnir, hin breska Penelope Louis og hin bandaríska Nicole Villagran, að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Fengu þær svar frá flugmönnum vélarinnar í formi ljósmyndar. „Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar settu stórt spurningarmerki við. Forsvarsmenn WOW sögðu athæfið ekki til eftirbreytni en að öryggi farþega hefði ekki verið ógnað.Sjá einnig:Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunumSkúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði í viðtali við Business Insider að hann sæi fyrir sér að í framtíðinni myndu flugfargjöld ekki vera helsta tekjulind flugfélaga. Raunar yrði það hugsanlega svo að hægt væri að fljúga ókeypis eða ódýrt. Myndu félögin afla tekna með sölu á annarri þjónustu, til dæmis með hótelgistingu eða bílaleigu. Flugfargjöldin yrðu því nokkurs konar aðdráttarvara.Sjá einnig:Skúli Mogensen sér fyrir sér að ókeypis verði í flug í framtíðinniÞað vakti mikla athygli þegar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, talaði um að Icelandair þyrfti að aðlaga sig að breyttu neyslumynstri í ljósi fækkana í bókunum hjá flugfélaginu. „Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð…. me, me, me,“ sagði Björgólfur og átti við aldamótakynslóðina. Í kjölfarið grínaðist WOW með ummælin og tísti á Twitter-síðu sinni að „me, me, me kynslóðin“ væri velkomin um borð hjá þeim.Sjá einnig:WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borðVerðmunurinn á breska og íslenska Pepsi Max var nokkur.vísir/grvUmræðan um aspartam drykkina Undir lok janúar á þessu ári fengu aðdáendur sykurlausa drykksins Coca-Cola Zero þær fregnir að Coca-Cola European Partners, sem áður hét Vífilfell, hefði hætt að framleiða drykkinn. Áfallið var mikið fyrir aspartamþyrsta Íslendinga en þó var kynntur til leiks drykkurinn Coca-Cola Zero Sykur. Samkvæmt Magnúsi Viðari Heimissyni, vörumerkjastjóra Coca-Cola á Íslandi, er smá bragðmunur á drykkjunum en þó ekki mikill.Sjá einnig:Hætta sölu á Coca-Cola Zero Íslenskir neytendur ráku upp stór augu í janúar þegar Bónus hóf sölu á breskri framleiðslu gosdrykkjarins Pepsi Max. Var innflutta flaskan öllu ódýrari en tíðkast hér á landi og sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, að framleiðslan væri töluvert hagkvæmari í Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara.“ Hann fullvissaði þó gallharða aðdáendur íslenska drykkjarins að engin hætta væri á því að Bónus myndi hætta að skipta við Ölgerðina, sem sér um framleiðsluna hér á landi.Sjá einnig:Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á ÍslandiÓlafur Ólafsson gat ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla og var voða sorrí yfir því.vísir/vilhelm„Bara I’m sorry“ Í lok mars var greint frá því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði aldrei í reynd verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Þetta kom fram í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis. Sagði í skýrslunni að skrifleg gögn sýndu fram á það með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis hafi notað leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Birt var tilvitnun í Ólaf í skýrslunni þar sem hann sagðist ekki muna hvort þýski bankinn hefði fjárfest í Eglu ehf. eða Eglu hf. og að ekki væri hægt að ætlast til að hann svaraði fyrirspurnum fjölmiðla fimmtán árum eftir atburðarásina. „[...]þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry,“ var haft eftir Ólafi.Sjá einnig:Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen hættu rekstri Græna herbergisins. Veltu þeir því fyrir sér hvort þeir hefðu verið réttu mennirnir í verkið.Vísir/StefánStaðirnir sem lokuðu á árinu Þrátt fyrir að mikil gleði hafi ríkt yfir opnun nýrra verslana á borð við Costco og H&M þá voru fréttir af lokunum verslana og veitingastaða tíðar og fengu þær mikinn lestur. Græna herbergið, skemmtistaður í rekstri Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, var lokað seint á árinu. Friðrik Ómar sagði í samtali við Vísi að kannski hefðu þremenningarnir ekki verið réttu mennirnir í verkefnið. Taldi hann að ekki væri grundvöllur fyrir rekstri lengur. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Sjá einnig:„Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta“ Greint var frá því í byrjun desember að hönnunarverslunin Kraum væri gjaldþrota. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar, sagði það „nánast ógerlegt“ að reka verslun í miðborginni. Nýir eigendur gáfu það þó út um svipað leyti að fyrirhuguð væri opnun nýrrar Kraum verslunar á Hljómalindarreit, milli Laugavegs og Hverfisgötu.Sjá einnig:Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota: „Nánast ógerlegt“ að reka fyrirtæki í miðborginni Með tilkomu Costco jókst samkeppni á markaði töluvert og varð verslunin Kostur fyrir barðinu á því. Greint var frá því í byrjun desember að verslunin hygðist loka. „Aðstæður breyttust verulega í rekstri Kosts þegar Costco opnaði verslun á Ísland í maí síðastliðnum þar sem í mörgum tilvikum var verið að bjóða sambærilegar vörur frá Kirkland,“ var haft eftir Jóni Gerald Sullenberger, stofnanda og framkvæmdastjóra Kosts. Stuttu síðar var greint frá því að í stað Kosts myndi alþjóðlega skemmtifyrirtækið Rush Iceland reisa risastóran trampólíngarð í húsakynnum Kosts á Dalvegi 10-14.Sjá einnig:Verslunin Kostur lokar Hagar ákváðu fyrr á árinu að loka verslunum fatakeðjunnar Topshop hér á landi. Búðin var rekin bæði í Smáralind og Kringlunni fyrir tilstilli samstarfssamnings Haga við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur Árnason, forstjóri Haga, þvertók fyrir það að opnun H&M hér á landi ætti þátt í lokuninni. „Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ var haft eftir Finni.Sjá einnig:Hagar loka Topshop á Íslandi
Árslistar Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Viðskiptafréttir ársins 2016: Fleiri ferðamenn, virkari neytendur, stærri vörumerki og sterkari króna Innkoma erlendra smásölurisa, ferðamenn, virkir neytendur, Panamaskjöl og tæknigallar einkenndu meðal annars fréttir úr viðskiptalífinu í ár. 29. desember 2016 10:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2016: Fleiri ferðamenn, virkari neytendur, stærri vörumerki og sterkari króna Innkoma erlendra smásölurisa, ferðamenn, virkir neytendur, Panamaskjöl og tæknigallar einkenndu meðal annars fréttir úr viðskiptalífinu í ár. 29. desember 2016 10:30