Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á Íslandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2017 11:37 Verðmunurinn er nokkur. vísir/grv Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira