„Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 09:45 Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen sjá fyrir sér að Græna herbergið verði opnað á nýjan leik. Vísir/Stefán Græna herbergið við Lækjargötu og Rosenberg við Klapparstíg hættu nýlega starfsemi sinni en um er að ræða tvo tónleikastaði í miðbænum. Rekstur Græna herbergisins var í höndum Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, en staðurinn var opnaður í júlí 2016. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu, sem stendur við Lækjargötu 6A, til að mynda kampavínsklúbburinn Strawberry's. „Það var í raun og veru enginn rekstrargrundvöllur til staðar lengur,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Há leiga á þátt í ákvörðuninni um lokun staðarins, en aðrir þættir spila einnig inn í. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Vonast til að opna á nýjum stað Hann segir það aldrei vera auðvelt að reka tónleikastað. „Þeir hafa gjarnan verið reknir þannig að tónlistarfólk er sjálft að taka áhættuna. Í okkar rekstri vorum við að framleiða viðburði sjálfir og tókum því áhættuna um leið á okkur.“ Hann segir einnig að það sé vitaskuld hægt að reka svona staði og að dæmi séu fyrir því. „Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta,“ en Friðrik segir að hann og Jógvan vonist eftir því að opna Græna herbergið aftur seinna, þá í hentugra húsnæði. Friðrik telur að fyrri starfsemi staðarins, þ.e.a.s. kampavínsklúbburinn Strawberry's, hafi ekki skaðað ímynd Græna herbergisins. „Við tókum hann alveg í gegn og kíttuðum upp í allar myndir á veggjum, þannig ekkert varð eftir. Ég hafði sjálfur aldrei komið þarna inn áður, enda er ég ekkert fyrir konur á súlum. Staðurinn er ekki kominn í hendur nýrra eigenda en starfseminni hefur verið hætt.Veitinga- og tónleikastaðurinn Rosenberg við Klapparstíg er kominn í hendur nýrra eigenda.Rosenberg í hendur nýrra eigenda Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson seldu nýlega veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg eins og Vísir greindi frá. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í október síðastliðnum. Þar tekur hann fram að reksturinn hafi ekki gengið vel, en fór þó ekki út í ástæður sem liggja að baki ákvörðunarinnar. Staðurinn hafi verið seldur í hendur nýrra eigenda en ekki er komið í ljós hverjir þeir eru. Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, komst nýverið í fréttirnar fyrir aðkomu sína að miðasölu í tengslum við tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpunni. Fréttablaðið greindi frá því að Kári hefði þar fengið fyrirframgreiddar 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Ekki er vitað í hvað milljónunum 35 var ráðstafað, en það var fyrir víst gert án vitundar hljómsveitarinnar og ekki í tengslum við viðburðinn sjálfan. Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Græna herbergið við Lækjargötu og Rosenberg við Klapparstíg hættu nýlega starfsemi sinni en um er að ræða tvo tónleikastaði í miðbænum. Rekstur Græna herbergisins var í höndum Friðriks Ómars Hjörleifssonar, Jógvans Hansen og Vignis Snæs Vigfússonar, en staðurinn var opnaður í júlí 2016. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu, sem stendur við Lækjargötu 6A, til að mynda kampavínsklúbburinn Strawberry's. „Það var í raun og veru enginn rekstrargrundvöllur til staðar lengur,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Há leiga á þátt í ákvörðuninni um lokun staðarins, en aðrir þættir spila einnig inn í. „Við vorum í raun bara að reka stað sem bauð bara upp á aðsókn um helgar og það bara dugði ekki til.“Vonast til að opna á nýjum stað Hann segir það aldrei vera auðvelt að reka tónleikastað. „Þeir hafa gjarnan verið reknir þannig að tónlistarfólk er sjálft að taka áhættuna. Í okkar rekstri vorum við að framleiða viðburði sjálfir og tókum því áhættuna um leið á okkur.“ Hann segir einnig að það sé vitaskuld hægt að reka svona staði og að dæmi séu fyrir því. „Kannski vorum við ekki réttu mennirnir í þetta,“ en Friðrik segir að hann og Jógvan vonist eftir því að opna Græna herbergið aftur seinna, þá í hentugra húsnæði. Friðrik telur að fyrri starfsemi staðarins, þ.e.a.s. kampavínsklúbburinn Strawberry's, hafi ekki skaðað ímynd Græna herbergisins. „Við tókum hann alveg í gegn og kíttuðum upp í allar myndir á veggjum, þannig ekkert varð eftir. Ég hafði sjálfur aldrei komið þarna inn áður, enda er ég ekkert fyrir konur á súlum. Staðurinn er ekki kominn í hendur nýrra eigenda en starfseminni hefur verið hætt.Veitinga- og tónleikastaðurinn Rosenberg við Klapparstíg er kominn í hendur nýrra eigenda.Rosenberg í hendur nýrra eigenda Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson seldu nýlega veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg eins og Vísir greindi frá. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í október síðastliðnum. Þar tekur hann fram að reksturinn hafi ekki gengið vel, en fór þó ekki út í ástæður sem liggja að baki ákvörðunarinnar. Staðurinn hafi verið seldur í hendur nýrra eigenda en ekki er komið í ljós hverjir þeir eru. Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, komst nýverið í fréttirnar fyrir aðkomu sína að miðasölu í tengslum við tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpunni. Fréttablaðið greindi frá því að Kári hefði þar fengið fyrirframgreiddar 35 milljónir króna af miðasölu tónleikanna hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Ekki er vitað í hvað milljónunum 35 var ráðstafað, en það var fyrir víst gert án vitundar hljómsveitarinnar og ekki í tengslum við viðburðinn sjálfan.
Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. 5. október 2017 16:15
Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25
Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. 13. júlí 2016 14:00