Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 10:59 Einar Ólafsson, kaupmaður, er ánægður með komu Costco til Íslands. Vísir/Eyþór/Facebook Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar. Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar.
Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45