Kenna þolandanum um endalok House of Cards Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 15:54 Anthony Rapp steig fram í lok október og sakaði Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn. Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn.
Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira