Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 23:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Þetta er mat sérfræðinga vestanhafs sem telja að forsetinn geri óvinum sínum greiða með því að tjá sig um rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum kosningateymis hans við Rússa í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann hefði vikið Michael Flynn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar vegna þess að „hann laug að varaforsetanum og að FBI“ um samskipti hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Flynn játaði fyrir dómi á föstudag að hafa logið að alríkislögreglumönnum. Þetta myndi þó þýða að Trump hafi vitað að Flynn hafi framið alvarlegan glæp og daginn eftir beðið James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, að hætta öllum rannsóknum á Flynn. Trump lét Comey einnig fjúka stuttu seinna.Sjá einnig:Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt „Hann er mögulega að tvíta sjálfan sig í átt að sakfellingu fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ segir Richard Painter, fyrrverandi siðferðisráðgjafi George W. Bush. „Þetta er játning á meðvitaðri spillingu og hindrun á framgangi réttvísinnar,“ segir Laurence Tribe, prófessor í stjórnskipunarrétti við Harvard háskóla. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður Demókrata, situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar sem fer fyrir annarri óháðri rannsókn á samskiptum Trump og Rússa. Hún tekur undir með Tribe og Painter og segir allt stefna í mál um hindrun á framgangi réttívsinnar. „Ég sé þetta sérstaklega í því sem gerðist með uppsögn Comey og ég held að hann hafi gert það vegna þess að hann vildi ekki að Rússlands-samskiptin yrðu rannsökuð. Það er hindrun á framgangi réttvísinnar,“ sagði Feinstein í Meet the Press á NBC í dag.Nýjar upplýsingar valda usla Síðustu daga hafa nýjar upplýsingar litið dagsins ljós í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Um helgina bárust fregnir af því að Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hafi vikið hátt settum alríkislögreglumanni, sem vann við rannsókna, frá störfum í sumar. Hann hafði skipst á skilaboðum við vinnufélaga sem hægt var að túlka sem andsnúin forsetanum. Alríkislögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Peter Strozk og var aðstoðaryfirmaður gagnnjósna. Skilaboðin voru send á meðan Strozk vann við rannsókn á tölvupóstnotkun Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Talsmaður Mueller staðfestir að Strozk hafi verið færður til um leið og ásakanir komu fram á hendur honum, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fyrir helgi gaf Mueller út fjórðu ákæruna á hendur bandamanni Trump. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, játaði sök að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Sú ákvörðun James Comey, þáverandi forstjóra FBI, að tilkynna um að rannsóknin á tölvupóstum Clinton, sem Strozk vann að, hefði verið opnuð aftur aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag í fyrra hefur af mörgum verið talin hafa valdið straumhvörfum í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51