Áreitni og launamunur kynjanna eru nátengd fyrirbæri Drífa Snædal skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar