Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 23:08 Ásakanirnar um áreiti í garð unglingsstúlkna hefur ekki fælt hörðustu stuðningsmenn Moore frá því að kjósa hann. Vísir/AFP Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir að Hvíta húsið vilji að repúblikani verði kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama til að hann geti hjálpað þeim að samþykkja skattalækkanir þrátt fyrir að eini repúblikaninn sem á raunhæfa möguleika sé sakaður um kynferðislegt athæfi með unglingsstúlkum. Ásakanir nokkurra kvenna um að Roy Moore, frambjóðandi repúblikana í sérstökum kosningum um annað öldungadeildarþingsæta Alabama, hafi elst við þær og haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur hafa umturnað kosningabaráttunni. Alla jafna ættu repúblikanar sigur vísan í Alabama sem er afar íhaldssamt ríki. Moore er hins vegar umdeildur og hafa ásakanirnar gert keppni hans við demókratann Doug Jones hnífjafna. Fann Jones allt til foráttu Nokkrir leiðtogar repúblikana hafa hvatt Moore til að draga sig í hlé vegna ásakananna en hann hefur hafnað því algerlega. Þeir hafa meðal annars velt upp þeim möguleika að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars repúblikana á kjörseðilinn. Slíkt myndi þó líklega aðeins dreifa atkvæðum repúblikana og tryggja demókratanum sigur. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, neitaði að svara því hvort að Hvíta húsið styddi Moore í viðtali við Fox en endurtók aðeins að það vildi fá repúblikana inn á þing. Kellyanne Conway virðist vilja að repúblikanar kjósi mann sem er sakaður um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur til að skattalækkanir flokksins nái fram að ganga.Vísir/AFP „Við viljum atkvæðin í öldungadeildinni til þess að koma þessu skattafrumvarpi í gegn,“ sagði Conway, að því er kemur fram í frétt Reuters. Gagnrýndi hún Jones jafnframt harðlega og sagði að hann myndi aldrei samþykkja skattalækkanir. Repúblikanar reyna nú að samþykkja miklar breytingar á skattkerfinu í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur þess fullyrða að það hækki skatta á millistéttarfólk á sama tíma og það veiti auðugustu Bandaríkjamönnunum skattaafslætti. Moore, sem nú er sjötugur, er meðal annars sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við fjórtán ára stúlku þegar hann var saksóknari á fertugsaldri. Kosið verður um þingsætið 12. desember.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33