Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 23:38 Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir.
Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira