Áhyggjur á ævikvöldi Guðjón S. Brjánsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar