Áhyggjur á ævikvöldi Guðjón S. Brjánsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun