„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 20:45 Beverly Young Nelson og lögfræðingur hennar Gloria Allred. Vísir/AFP Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. Nú hafa tvær konur sagt Moore hafa brotið gegn sér en þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. Beverly Young Nelson segist hafa verið sextán ára gömul og verið að vinna sem gengilbeina þegar Moore hafi reglulega komið á veitingastaðinn sem hún var að vinna á. Þar hafi hann oft hrósað henni fyrir útlit hennar, daðrað við hana og snert á henni hárið. Eitt kvöld hafi hann boðist til þess að aka henni heim úr vinnu hennar, sem hún þáði. Á blaðamannafundi nú í kvöld sagði Nelson að hún hefði þáð farið þar sem Moore hefði verið saksóknari á þeim tíma.„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Hún segir hann þó hafa stoppað bílinn í húsasundi og læst honum. Því næst hafi hann káfað á henni og reynt að þvinga hana til munnmaka. Þegar það gekk ekki segir Nelson að hann hafi sagt við hana: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari. Ef þú segir einhverjum frá þessu mun enginn trúa þér“ og sleppt henni úr bílnum. Nelson segist ekki vera á eftir því að Moore verði ákærður né ætli hún sjálf að höfða mál gegn honum. Það eina sem hún vilji sé að bera vitni fyrir þingnefnd og undir eiðstaf. Þannig vill hún þvinga Moore til að svara fyrir ásakanirnar sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Kosið verður um öldungadeildarsæti Alabama þann 12. desember. Jeff Sessions skildi það eftir sig þegar hann varð dómsmálaráðherra. Roy Moore er frambjóðandi Repúblikanaflokksins og hafa æðstu menn flokksins kallað eftir því að hann stigi til hliðar.Skrifaði í árbók hennar Moore sjálfur hefur þó sagt að ekkert sé til í þessum ásökunum og um sé að ræða „nornaveiðar“ og árásir pólitískra andstæðinga sinna. Nelson segir að hún hafi engum sagt frá þessu í fyrstu og hún hafi óttast Moore. Hún hafi falið marbletti sína með farða og hætt í vinnunni daginn eftir. Hún hafi aldrei farið aftur á veitingastaðinn. Þá segir hún að þetta komi stjórnmálum ekkert við, hún og eiginmaður hennar hafi kosið Donald Trump til forseta. Hún segir einnig að hún hafi aldrei vitað af öðrum fórnarlömbum Moore og líklega hefði hún tekið þetta leyndarmál með sér í gröfina ef hinar konurnar fjórar hefðu ekki stigið fram. Máli sínu til stuðnings sýndi Nelson blaðamönnum texta sem Moore á að hafa skrifað í árbók hennar frá skólanum. „Ég gæti ekki sagt gleðileg jól við sætari og fallegri stelpu. Jólin 1977. Roy Moore, saksóknari.“Ms. Nelson's printed statement includes a picture of Moore's note in her yearbook... "Love, Roy Moore D.A." pic.twitter.com/cXfLThHkb0 — Michael Del Moro (@MikeDelMoro) November 13, 2017 Í tilkynningu sem Moore sendi frá sér fyrir blaðamannafund Nelson gagnrýndi hann Gloriu Allred, lögmann hennar harðlega. Allred hefur hjálpað þó nokkrum konum að segja frá kynferðisbrotum á undanförnum vikum og mánuðum. Moore sagði Allred leiða „nornaveiðarnar“ gegn sér og að hann væri saklaus. Hann hefði aldrei brotið kynferðislega gegn nokkri manneskju. Þar að auki sagði í tilkynningunni að hann myndi leita réttar síns gegn þeim sem hafi borið hann sökum. Á blaðamannafundinum viðurkenndi Allred að vera skráð í Demókrataflokkinn. Það kæmi málinu hins vegar ekkert við. Hún segir Nelson hafa haft samband við sig en ekki öfugt. Fjöldi þingamannan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Moore stigi til hliðlar og jafnvel hefur verið stungið upp á því að ef hann vinni kosningarnar og fái sæti á öldudeild Bandaríkjaþings kjósi aðrir þingmenn um að reka hann frá þinginu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McConnel vill að Moore stigi til hliðar „Ég trúi konununum,“ segir leiðtogi Repúblikana á öldungadeild Bandaríkjaþings. 13. nóvember 2017 17:47 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. Nú hafa tvær konur sagt Moore hafa brotið gegn sér en þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. Beverly Young Nelson segist hafa verið sextán ára gömul og verið að vinna sem gengilbeina þegar Moore hafi reglulega komið á veitingastaðinn sem hún var að vinna á. Þar hafi hann oft hrósað henni fyrir útlit hennar, daðrað við hana og snert á henni hárið. Eitt kvöld hafi hann boðist til þess að aka henni heim úr vinnu hennar, sem hún þáði. Á blaðamannafundi nú í kvöld sagði Nelson að hún hefði þáð farið þar sem Moore hefði verið saksóknari á þeim tíma.„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Hún segir hann þó hafa stoppað bílinn í húsasundi og læst honum. Því næst hafi hann káfað á henni og reynt að þvinga hana til munnmaka. Þegar það gekk ekki segir Nelson að hann hafi sagt við hana: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari. Ef þú segir einhverjum frá þessu mun enginn trúa þér“ og sleppt henni úr bílnum. Nelson segist ekki vera á eftir því að Moore verði ákærður né ætli hún sjálf að höfða mál gegn honum. Það eina sem hún vilji sé að bera vitni fyrir þingnefnd og undir eiðstaf. Þannig vill hún þvinga Moore til að svara fyrir ásakanirnar sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Kosið verður um öldungadeildarsæti Alabama þann 12. desember. Jeff Sessions skildi það eftir sig þegar hann varð dómsmálaráðherra. Roy Moore er frambjóðandi Repúblikanaflokksins og hafa æðstu menn flokksins kallað eftir því að hann stigi til hliðar.Skrifaði í árbók hennar Moore sjálfur hefur þó sagt að ekkert sé til í þessum ásökunum og um sé að ræða „nornaveiðar“ og árásir pólitískra andstæðinga sinna. Nelson segir að hún hafi engum sagt frá þessu í fyrstu og hún hafi óttast Moore. Hún hafi falið marbletti sína með farða og hætt í vinnunni daginn eftir. Hún hafi aldrei farið aftur á veitingastaðinn. Þá segir hún að þetta komi stjórnmálum ekkert við, hún og eiginmaður hennar hafi kosið Donald Trump til forseta. Hún segir einnig að hún hafi aldrei vitað af öðrum fórnarlömbum Moore og líklega hefði hún tekið þetta leyndarmál með sér í gröfina ef hinar konurnar fjórar hefðu ekki stigið fram. Máli sínu til stuðnings sýndi Nelson blaðamönnum texta sem Moore á að hafa skrifað í árbók hennar frá skólanum. „Ég gæti ekki sagt gleðileg jól við sætari og fallegri stelpu. Jólin 1977. Roy Moore, saksóknari.“Ms. Nelson's printed statement includes a picture of Moore's note in her yearbook... "Love, Roy Moore D.A." pic.twitter.com/cXfLThHkb0 — Michael Del Moro (@MikeDelMoro) November 13, 2017 Í tilkynningu sem Moore sendi frá sér fyrir blaðamannafund Nelson gagnrýndi hann Gloriu Allred, lögmann hennar harðlega. Allred hefur hjálpað þó nokkrum konum að segja frá kynferðisbrotum á undanförnum vikum og mánuðum. Moore sagði Allred leiða „nornaveiðarnar“ gegn sér og að hann væri saklaus. Hann hefði aldrei brotið kynferðislega gegn nokkri manneskju. Þar að auki sagði í tilkynningunni að hann myndi leita réttar síns gegn þeim sem hafi borið hann sökum. Á blaðamannafundinum viðurkenndi Allred að vera skráð í Demókrataflokkinn. Það kæmi málinu hins vegar ekkert við. Hún segir Nelson hafa haft samband við sig en ekki öfugt. Fjöldi þingamannan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Moore stigi til hliðlar og jafnvel hefur verið stungið upp á því að ef hann vinni kosningarnar og fái sæti á öldudeild Bandaríkjaþings kjósi aðrir þingmenn um að reka hann frá þinginu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McConnel vill að Moore stigi til hliðar „Ég trúi konununum,“ segir leiðtogi Repúblikana á öldungadeild Bandaríkjaþings. 13. nóvember 2017 17:47 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
McConnel vill að Moore stigi til hliðar „Ég trúi konununum,“ segir leiðtogi Repúblikana á öldungadeild Bandaríkjaþings. 13. nóvember 2017 17:47
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15