Íslenska er okkar mál Guðný Steinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun