Íslenska er okkar mál Guðný Steinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar