George Bush eldri sakaður um að þukla á túlki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 15:33 Bush eldri virðist hafa lagt það í vana sinn að klípa konur í rassinn ef marka má frásagnir nokkurra kvenna undanfarið. Vísir/AFP Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06
Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01