Of margir Íslendingar þekkja ekki þessar þjóðargersemar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, sýnir steinkistu Páls biskups. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Rúm sextíu ár eru frá því einhverjar merkustu fornleifar Íslendinga fundust í Skálholti. Rektor Skálholtsskóla segir að of margir Íslendingar hafi ekki hugmynd um þessar þjóðargersemar. Myndir af minjunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skálholt er ekki aðeins fyrsta biskupssetrið heldur var helsta valdamiðstöð Íslands og skólasetur um sjöhundruð ára skeið þar til Suðurlandsskjálfti lagði staðinn í rúst árið 1784. Við fornleifauppgröft árið 1954, í tengslum við endurreisn Skálholts, komu í ljós merkar minjar um hinn forna tíma, þar á meðal jarðgöng, sem eiga sér sögu aftur til Sturlungaaldar. „Þetta er sennilega eitt af elstu mannvirkjum sem við eigum úr okkar sögu og menningu hér á Íslandi. Það eru heimildir um þessi göng, að því er talið er, frá því snemma á 13. öld,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Jarðgöngin í Skálholti fundust árið 1954. Þau eru talin að minnsta kosti 800 ára gömul.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í hvelfingu undir kirkjunni eru varðveittir ýmsir munir sem fundust við fornleifauppgröftinn, þar á meðal steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211. Hann var sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem var barnabarn Sæmundar fróða, og fóstraði sjálfan Snorra Sturluson. Í kistunni voru bein biskups og biskupsbagall úr rostungstönn, sem talið er að Margrét hin haga hafi skorið út. Halldór kveðst hafa orð sérfræðings á Þjóðminjasafni um að fundur steinkistunnar í Skálholti árið 1954 sé merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar. „Og það eru allt of margir Íslendingar sem hafa bara ekki hugmynd um þetta núorðið. En þetta er bara einn af okkar þjóðargersemum, - einn af fáum gripum sem við eigum frá þjóðveldisöld, - og við vitum hver það var sem hvíldi í kistunni. Og við vitum hvaða listamaður gerði þann listmun sem þar fannst. Þannig að þetta tengir okkur beint við þessa gömlu tíð snemma á 13. öld,“ segir Halldór. Skálholt í Biskupstungum. Undir kirkjunni eru varðveittar einhverjar merkustu fornminjar Íslendinga.Mynd/Stöð 2.Fjallað verður um Skálholt í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Bláskógabyggð Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30 Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rúm sextíu ár eru frá því einhverjar merkustu fornleifar Íslendinga fundust í Skálholti. Rektor Skálholtsskóla segir að of margir Íslendingar hafi ekki hugmynd um þessar þjóðargersemar. Myndir af minjunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skálholt er ekki aðeins fyrsta biskupssetrið heldur var helsta valdamiðstöð Íslands og skólasetur um sjöhundruð ára skeið þar til Suðurlandsskjálfti lagði staðinn í rúst árið 1784. Við fornleifauppgröft árið 1954, í tengslum við endurreisn Skálholts, komu í ljós merkar minjar um hinn forna tíma, þar á meðal jarðgöng, sem eiga sér sögu aftur til Sturlungaaldar. „Þetta er sennilega eitt af elstu mannvirkjum sem við eigum úr okkar sögu og menningu hér á Íslandi. Það eru heimildir um þessi göng, að því er talið er, frá því snemma á 13. öld,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Jarðgöngin í Skálholti fundust árið 1954. Þau eru talin að minnsta kosti 800 ára gömul.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í hvelfingu undir kirkjunni eru varðveittir ýmsir munir sem fundust við fornleifauppgröftinn, þar á meðal steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211. Hann var sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem var barnabarn Sæmundar fróða, og fóstraði sjálfan Snorra Sturluson. Í kistunni voru bein biskups og biskupsbagall úr rostungstönn, sem talið er að Margrét hin haga hafi skorið út. Halldór kveðst hafa orð sérfræðings á Þjóðminjasafni um að fundur steinkistunnar í Skálholti árið 1954 sé merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar. „Og það eru allt of margir Íslendingar sem hafa bara ekki hugmynd um þetta núorðið. En þetta er bara einn af okkar þjóðargersemum, - einn af fáum gripum sem við eigum frá þjóðveldisöld, - og við vitum hver það var sem hvíldi í kistunni. Og við vitum hvaða listamaður gerði þann listmun sem þar fannst. Þannig að þetta tengir okkur beint við þessa gömlu tíð snemma á 13. öld,“ segir Halldór. Skálholt í Biskupstungum. Undir kirkjunni eru varðveittar einhverjar merkustu fornminjar Íslendinga.Mynd/Stöð 2.Fjallað verður um Skálholt í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Bláskógabyggð Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30 Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30
Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00