Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2017 23:46 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38