Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti Viktor Örn Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2017 23:26 Þórhildur Braga Þórðardóttir. Vísir/Stefán „Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. Leikurinn var stöðvaður í tæplega 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkraflutningabíl. Sjúkraþjálfarar gátu ekki hreyft við Þórhildi sökum meiðslanna sem hún varð fyrir en svo virðist sem hnéð á leikmanni ÍBV hafi farið harkalega í hálsinn eða hnakkann á Þórhildi. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta. Ég ætla bara rétt að vona það besta fyrir hana en við vitum ekki alveg hver staðan er á henni akkúrat núna. Við verðum bara að vona það besta,“ sagði Elías þegar hann var spurður út í meiðsli og líðan Þórhildar Brögu. Þetta var gríðarlega öflugur og sannfærandi sigur Hauka í kvöld en hvað var það sem skóp þennan sigur? „Í rauninni framhald af Framleiknum. Við erum að spila gríðarlega góða vörn og erum með góða markvörslu. Það var góð stemming í hópnum og það hjálpar til þegar andinn og liðsheildin er svona,“ sagði Elías. „Við erum bara að bæta okkur leik frá leik og það er vörn og markvarsla sem er að skila þessu ásamt góðum sóknarleik sem er að slípast betur og betur saman. Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Elías. „Þetta er líklegast lengsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í og það hefðu örugglega mörg lið brotnað. Við héldum áfram, lokuðum vörninni og Elín var frábær í markinu. Það sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði að ná að klára þetta,“ sagði Elías. „Mér lýst mjög vel á næsta leik á móti Val á móti sterkasta liðinu í deildinni í dag sem er taplaust. Þetta verður bara mjög skemmtilegt verkefni og við förum bara í þann leik til að vinna eins og alla aðra,“ sagði Elías. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
„Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. Leikurinn var stöðvaður í tæplega 40 mínútur á meðan beðið var eftir sjúkraflutningabíl. Sjúkraþjálfarar gátu ekki hreyft við Þórhildi sökum meiðslanna sem hún varð fyrir en svo virðist sem hnéð á leikmanni ÍBV hafi farið harkalega í hálsinn eða hnakkann á Þórhildi. „Sjúkraþjálfarar beggja liða vildu ekki taka neinn séns. Þeir ætluðu að rétta hana við en þá fékk hún sting upp í haus og ákveðið var að taka enga sénsa með þetta. Ég ætla bara rétt að vona það besta fyrir hana en við vitum ekki alveg hver staðan er á henni akkúrat núna. Við verðum bara að vona það besta,“ sagði Elías þegar hann var spurður út í meiðsli og líðan Þórhildar Brögu. Þetta var gríðarlega öflugur og sannfærandi sigur Hauka í kvöld en hvað var það sem skóp þennan sigur? „Í rauninni framhald af Framleiknum. Við erum að spila gríðarlega góða vörn og erum með góða markvörslu. Það var góð stemming í hópnum og það hjálpar til þegar andinn og liðsheildin er svona,“ sagði Elías. „Við erum bara að bæta okkur leik frá leik og það er vörn og markvarsla sem er að skila þessu ásamt góðum sóknarleik sem er að slípast betur og betur saman. Ég er sérstaklega ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Elías. „Þetta er líklegast lengsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í og það hefðu örugglega mörg lið brotnað. Við héldum áfram, lokuðum vörninni og Elín var frábær í markinu. Það sýnir bara hversu mikill karakter býr í þessu liði að ná að klára þetta,“ sagði Elías. „Mér lýst mjög vel á næsta leik á móti Val á móti sterkasta liðinu í deildinni í dag sem er taplaust. Þetta verður bara mjög skemmtilegt verkefni og við förum bara í þann leik til að vinna eins og alla aðra,“ sagði Elías.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-22 | Fjórði sigur Haukakvenna í röð Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu fjögurra marka sigur á ÍBV, 26-22, á Ásvöllum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Hauka. Haukar fóru fyrir vikið upp fyrir ÍBV-iðið og í annað sæti deildarinnar en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. 40 mínútna töf varð á leiknum vegna meiðsla eins leikmanns Hauka. 5. nóvember 2017 23:15
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14