Þórhildur um höfuðhöggið: Ég var mjög hrædd þegar ég vaknaði fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 19:15 Haukastelpan Þórhildur Braga Þórðardóttir fékk slæmt höfuðhögg í leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna um helgina en gera þurfti 46 mínútna hlé á leiknum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þórhildur Braga fékk höfuðhögg og rotaðist í upphafi síðari hálfleiks og það leit ekki vel út. Biðin eftir sjúkrabílnum var löng og erfið en hann kom ekki fyrr en eftir tæpar 40 mínútur. Guðjón Guðmundsson hitti Þórhildi í dag en hún segist lítið muna eftir atvikinu á Ásvöllum á sunnudagskvöldinu. „Ég rankaði við mér stuttu eftir og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég man voða lítið eftir þessu sem er óþægilegt. Ég vissi því ekki mikið hvað var að gerast,“ sagði Þórhildur Braga Þórðardóttir í samtali við Gaupa. „Ég dett út í nokkrar sekúndur en það var ekki langur tími. Ég man að ég var að detta út inn á milli og þeir voru að reyna að halda mér vakandi,“ sagði Þórhildur Braga. „Ég var mjög hrædd þegar ég vaknaði fyrst. Ég fór þá aðeins að gráta en ég róaðist mjög fljótt því þeir náðu að róa mig mikið niður,“ sagði Þórhildur Braga og hún gerði sér grein fyrir því að þetta væri alvarlegt. „Þegar hann sagði að ég ætla að kalla á sjúkrabíl þá skynjaði ég það auðvitað,“ sagði Þórhildur Braga en hún fór í myndatöku til að taka af allan vafa en um heilahristing var að ræða. Guðjón ræddi við Þórhildi Brögu og þjálfara hennar Elías Már Halldórsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö en það má sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Haukastelpan Þórhildur Braga Þórðardóttir fékk slæmt höfuðhögg í leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna um helgina en gera þurfti 46 mínútna hlé á leiknum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Þórhildur Braga fékk höfuðhögg og rotaðist í upphafi síðari hálfleiks og það leit ekki vel út. Biðin eftir sjúkrabílnum var löng og erfið en hann kom ekki fyrr en eftir tæpar 40 mínútur. Guðjón Guðmundsson hitti Þórhildi í dag en hún segist lítið muna eftir atvikinu á Ásvöllum á sunnudagskvöldinu. „Ég rankaði við mér stuttu eftir og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég man voða lítið eftir þessu sem er óþægilegt. Ég vissi því ekki mikið hvað var að gerast,“ sagði Þórhildur Braga Þórðardóttir í samtali við Gaupa. „Ég dett út í nokkrar sekúndur en það var ekki langur tími. Ég man að ég var að detta út inn á milli og þeir voru að reyna að halda mér vakandi,“ sagði Þórhildur Braga. „Ég var mjög hrædd þegar ég vaknaði fyrst. Ég fór þá aðeins að gráta en ég róaðist mjög fljótt því þeir náðu að róa mig mikið niður,“ sagði Þórhildur Braga og hún gerði sér grein fyrir því að þetta væri alvarlegt. „Þegar hann sagði að ég ætla að kalla á sjúkrabíl þá skynjaði ég það auðvitað,“ sagði Þórhildur Braga en hún fór í myndatöku til að taka af allan vafa en um heilahristing var að ræða. Guðjón ræddi við Þórhildi Brögu og þjálfara hennar Elías Már Halldórsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö en það má sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45 Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26 Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Þórhildur Braga rotaðist en er á batavegi Meiðsli handknattleikskonunnar Þórhildar Brögu Þórðardóttur eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. 6. nóvember 2017 10:45
Elías: Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti "Líðan Þórhildar skiptir meira máli en handbolti,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, eftir sigur þeirra gegn ÍBV í kvöld. Seinni hálfleikurinn fór heldur óskemmtilega á stað því á 33. mínútu meiddist leikmaður Hauka, Þórhildur Braga Þórðardóttir, alvarlega. 5. nóvember 2017 23:26
Hátt í fjörutíu mínútna bið eftir sjúkrabíl á Ásvöllum Hlé hefur verið á leik Hauka og ÍBV í Olís deild kvenna í hátt í 40 mínútur þar sem Þórhildur Braga Þórðardóttir liggur meidd á vellinum og bið er eftir sjúkrabíl á svæðið. 5. nóvember 2017 21:14